mánudagur, janúar 28, 2008

Skólinn byrjaður, úff

"Hvað er þetta með að mæta í eitthvað hús þrisvar á viku og láta manninn halda yfir manni fyrirlestur? Er maðurinn ekki allsstaðar?"

Ætli ég hafi ekki hlotið æðri menntun fyrir lífstíð á því að horfa á Simpson?

Reyndar hefur annað sjónvarpsefni einnig lagt mikið til málanna, eitt námskeiðið sem ég er í núna gæti auðveldlega heitið "Thank you for smoking".

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Útgáfudagur

Í dag gef ég út lag, eða öllu heldur texta við lag. Er orðinn þreyttur á hræðilegum lögum Íslands megin í stúkunni á kappleikjum.

Þetta lag verður vonandi sungið á næsta leik, lagið er Ólafur Liljurós.

Frá landi elds og íss
Fótbolti
Fótbolti
Við komum til að styðja
Hvern einasta mann
Liðið lagði boltann upp með vellinum
Liðið lagði boltann upp með vellinum fram


Það kemur video á Youtube þegar tölvan kemur aftur úr viðgerð.

Áfram Íslands

fimmtudagur, janúar 10, 2008

2008

Éta, borða, snæða, glefsa og leggja sig. Jólin nýbúin og maður aftur dottinn í Baunaveldi.

Ég byrjaði á því að kaupa mér Madden '08 og búinn að liggja í honum síðustu daga. Stillti hvern leik í korter og vann um daginn NY Giants með 121 á móti 60, náði meðal annars 95 yarda snertimarki. Spila fyrst um sinn sem Patriots.

Svo er SuperBowl í byrjun feb, það verður öll nóttin þá.

miðvikudagur, desember 19, 2007

Er nýskriðinn úr flensunni, mikið eftir að gera áður en við förum heim á morgun en ég hafði samt tíma til að líta á þetta

fimmtudagur, desember 06, 2007

Ég er algjörlega týndur í Level 28 í þessum leik http://leikjanet.is/?gluggi=leikir_spila&leikur=1228

Var í frekar ótímabærum tíma áðan, af 70 manna hópi vorum við 12 mætt. Það var tími á mánudaginn líka en ég ákvað eins og mikill meirihluti að láta hann framhjá mér fara.

Alltaf gaman að fara í svona tíma, ég settist hægra megin við miðju í miðri stofunni, fyrir aftan gaurinn sem talar alltaf og fyrir framan stelpu sem er alltaf búin að lesa allt. Svo þau myndu pottþétt taka hitann af öllum misvanmetnum spurningum frá prófesornum. Það var mikið talað um kenningar og rannsóknaraðferðir, ekki ósvipað Aðferðum í HÍ.

Ég var með tölvuna í gangi, hún hefur verið með lélegt rafmagn undanfarið svo ég ákvað að athuga hversu lengi hún myndi tóra. Stillti lýsingu á skjá niður og slökkti á netinu, þá er virkilega lítil rafmagnsnotkun í gangi. Klukkan 10:20 sagði tölvan að 1 klst og 5 mínútur væru eftir. Klukkan 10:57 sagði tölvan að 9 mínútur væru eftir. Klukkan 11:21 sagði tölvan að 3 mínútur væru eftir. Þá byrjaði rauða ljósið að loga og hún fór í StandBæ. Ég kveikti aftur á tölvunni og hún sagði að 5 mínútur væru eftir, þessar 5 mínútur dugðu til 11:39 þegar tíma lauk.

Mjög skemmtilegt, ég fór meiraðsegja að taka eftir tímanum því gaurinn fór að tala um rannsóknir og túlkunaraðferðir. Notaði dæmi sem hefur eflaust vakið nasahlátur hjá sjálfum sér þegar hann bjó þær til, "Geta gulrætur læknað timburmenn?" Tók dæmi um 50 nemendur sem væri með hangover, helmingurinn æti gulrætur en hinn ekkert. Á þessum tímapunkti fór ég að hugsa um viðmiðunarhópa, hvernig gæti ég útvegað litlu tilrauninni minni viðmiðunarhóp? Ég er ekki með aðra tölvu við hliðina á mér sem uppfyllir sömu skilyrði um aldur og fyrri störf. Ég ákvað að í staðin fyrir að nota viðmiðunarhóp að nota aðra tilraun til viðmiðunar, hana er ég að framkvæma núna.

Ég er semsagt á bókasafninu á Porcelæns að hlaða tölvuna og mæli hversu mikið hún hleðst. 12:20 var 0% hleðsla og núna 12:32 er komin 20% hleðsla, mismunurinn á þessu tvennu er 12 mínútur per 20% = 60 mínútur per 100%. Til samanburðar má segja að 100% hleðsla sé 1 klst og 19 mínútur = 79 mínútur per 100% eða 15,8 mínútur að eyða 20% hleðslu.

Til að vera alveg viss á hleðsluhraðanum skulum við núna 12:37 taka viðmið. Nú stendur hann í 24% sem þýðir að á 5 mínútum hlóðum við um 4%, stenst það? Nei við hefðum ekki átt að hlaða meira en 3%. En nógu nálægt.

Conclusion:

Tölvan hleður sig á 60 mínútum en tæmir sig á 79 mínútum. Nei bíðum við, ég er að nota rafmagn á meðan ég hleð en áðan notaði ég eins lítið og hægt var.

Getur verið að ég þurfi að endurvinna tilraunina?


Nei nenni því ekki

Fór á Café Fötex áðan, það var brjáluð kona í kallkerfinu að öskra einhverjar tölur í gríð og erg. Einu sinni öskraði hún "FEM OG HALF-TRES" og allir starfsmennirnir hlógu.

miðvikudagur, desember 05, 2007

Fékk hjólið aftur.

Vildi ekki borga svo ég fékk viðgerðina fría, enda ekki annað hægt miðað við tíðni bilana.

Svo löbbuðum við niðrí bæ, keyptum jólaskraut og allskonar

laugardagur, desember 01, 2007

Búinn að skila ritgerð - næstum kominn í jólafrí. Bara eitt munnlegt próf úr Ritgerðinni eftir.

Enduðum ritgerðina klukkan 3 um nótt fyrir skil, köstuðum pening uppá hver ætti að skila um morguninn. Það var gott að sofa út:)

Lenti í því óláni enn og aftur að það sprakk á hjólinu, afturdekkið. Algerlega óþolandi eiginleiki hjólsins.

AAAA skólinn byrjar 29. janúar. Það eru tæpir 2 mánuðir í það. WHAT TO DO WHAT TO DO?

Ætli ég slappi ekki bara af:)

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Erum að setja saman ritgerð um hvernig samskiptin við Alumni og Alumna ætti að vera, með tilliti tið tilætlaðra áhrifa.



Eftir það er ég kominn í jólafrí. Jibbý

laugardagur, nóvember 17, 2007

Bubbi í gær



Fórum svo í nokkra drykki með nágrönnunum, Sigríði og íslendingum. Hitti 2 miðaldra menn sem sögðust hafa búið hér í áratugi. Þeir voru blindfullir og urðu ofsakátir þegar ég sagðist ætla að verða góð manneskja, hafa vafalaust fengið nokkur svör um "ríkir" og orðið skandinavískt reiðir út í aðra unga Íslendinga.

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

HVAÐ ER ÞETTA?

Mér finnst að utanríkisráðuneytið ætti að senda fyrirspurn varðandi þetta mál. Við höfum jú enga kröfu á að aðrir hafi sömu hugmyndir um mannréttindi og við en fyrr má nú vera að fórnarlömbum sé refsað.

Hjólaði hratt í dag í skólann, enda vaknaði ég 20 mín áður en ég átti að mæta. Vanalega er ég korter en var fljótari í dag.

En það skipti ekki máli því Doktorinn mætti ekki í tíma. ÉG VAR ALVEG BRJÁLAÐUR.

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Google Androit

Mér lýst vel á þetta meinta fyrirbæri, sem breytir farsímanum þínum í tölvu, reyndar lítið annað en hugmynd sem stendur.

En ég held að þetta skref Google sé í rétta átt. Hver er ekki orðinn þreyttur á 386 stýrikerfum farsímanna okkar? Hver verður ekki brjálaður þegar hann tengir farsímann sinn við tölvuna og sér hann er kominn aftur í Windows95? Að ég tali nú ekki um misvitra valmynd.

Hugsaðu þér ef þú gætir sótt þér skype og msn á farsímann þinn? hmmm hvað með netkostnað? Kannski verður farsíminn ekki að tölvu fyrr en netnotkun verður orðin ókeypis.

Svo kannski maður hætti bara að hugsa um þetta í bili.

Það verður gaman að kíkja á kosninganóttina í kvöld. DR er að auglýsa hvar flokkarnir eru að bjóða uppá bjór - ég er í fríi á morgun.

föstudagur, nóvember 09, 2007

Hið versta hefur gerst. Þetta Nokia drasl virkar ekki eins vel og ég keypti það. Tónlistin spilast en ekki í sjálfum mediaplayernum og bara eitt lag í einu. Hvað getur maður gert? Ekki mæti ég með tölvuna og held sýnikennslu á vitleysu símans fyrir misáhugasama verslunarstarfsmenn? Fyrir utan að ég er búinn að brjóta skjáinn, missti hann um morgunstund.

Eiginlega er mér farið að vera sama, því ég er kominn á fyrsta glas (fékk reyndar bara hvítvín ekki bjór) og verð bráðum kenndur.

Það er jú tilgangurinn með þessu öllu saman - lifa.

Er búinn að eyða talsverðum tíma að fá alla seldu virknina til að virka í Nokia símanum mínum. Til dæmis keypti ég 2gb kort til að hlusta á tónlist en einhverra hluta vegna fannst mér eins og Nokia menn hafi ákveðið að taka iPod ruglið sér til fyrirmyndar. Nota semsagt "nokkurnvegin iTunes" til að vinna með tónlistina.



Ég varð fljótt þreyttur á því og copy-a skrárnar núna beint í tónlistarmöppuna. Sem iPod leyfir ekki. Svo eftir nokkrar mínútur kemst ég að því hvort þetta trix virkar...

Var að gera kynningu í dag á RFID, sem er útvarpsbylgjuörgjörvi sem virkar svipað og strikamerki nema það þarf ekki að skanna í beinni sjónlínu.

Áhugaverð tækni.

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Þvílíkt og annað eins, SVÍNAÐ á mann. Heill bíll svínaði á mig, keyrði uppá hjólaveginn og ég þurfti að beita frjálslegri aðferð til að stoppa.

Lenti þá í því að setja niður löpp svo ég gæti sveigt meðan ég bremsaði. Þá rifnaði sólinn á Ecco skónum.



Sem þýðir leiðangur í Fields.

mánudagur, nóvember 05, 2007

Þegar maður var lítill gat maður alltaf sett loft í dekkið á BMX hjólinu á bensínstöðvinni, maður þurfti bara að fara inn og sækja ventil.

Ég lenti í því hérna úti að þurfa á vendli að halda, það fór nefnilega að leka loft úr afturdekkinu mínu um daginn. Í stað þess að fara á Q8, Statoil eða Total fara Danirnir í hjólabúðirnar. Því fyrir utan allar hjólabúðir er slanga.

En hvernig segir maður Ventill á dönsku? Viti menn það er Ventil:)

Annars er ég núna búinn að pumpa núna 2svar í dekkið, á jafnmörgum dögum. Það er greinilega gat einhversstaðar. Kannski maður snú hjólinu á hvolf og "geri við"? Rifja upp gamla takta.

Er að læra um Bransasamskipti / Corporate Bullshit.