Ef þið bara vissuð
fimmtudagur, ágúst 14, 2003
miðvikudagur, ágúst 13, 2003
Fundur í KGRP að Hótel Loftleiðum þingsal 8 í gær. Þar var farið yfir starfsemi kirkjugarðana og annað skemmtilegt, auk þess sem boðið var uppá þríréttað hlaðborð og veigar sem maður getur svo sannarlega stært sig af. Ég vil nota tækifærið hérna á internetinu og þakka fyrir mig. Eftir matinn var farið í miðbæ Reykjavíkur þar sem mikið var skrafað og bardúsað fram eftir kvöldi. Að öðru leyti kýs ég að tjá mig sem minnst um það sem fram fór í virðingarskyni við flokkstjórana í Fossvogsgarði sem voru mikið í ruglinu.
Skrifað af Jon Minn klukkan 18:25 |
mánudagur, ágúst 11, 2003
Ég hljóp hressilega á mig áðan. Ég var að fara í strætó og 3 litlir strákar eru eitthvað að bardúsa fyrir utan strætóinn og einn lítur uppá mig og segir, hey risi vá, þá sagði ég, hey heimskur krakki vá. En ég hefði betur sleppt því því þessir ungu menn eru greinilega mjög vel upp aldir. Þeir þögnuðu allir og spurðu svo hvað sagði hann hvað sagði hann. Nú, svo sagði einn við mig íbygginn á svip hann var bara að tala við sjálfan sig það er óþarfi að kalla hann heimskann. Stolt mitt sem fullorðins manns féll saman er ég lét þennan strák taka mig í kennslustund í kurteisi og viðmótsþýðri framkomu. ÉG áttaði mig á því að ég átti ekkert með að særa strákinn fyrir að hafa orðið hissa á ríkidæmi mínu, ég hefði átt að búast við því og taka því eins og maður í staðin fyrir að svara með hortugheitum. Við þessa upplifun mýktist ég allur upp og fór að tala um körfubolta við strákana þeir voru bara svalir á því og fóru að reikna hvað þeir ættu eftir að vera stórir miðað við hvað ég hefði verið stór á þeirra aldri, þeim leyst nú ekkert á samanburðinn en fannst samt töff að ég hefði óbeit á körfubolta. Svo fórum við sitt í hvora áttina strákarnir að ærslast aftast í strætó en ég settist fyrir framan miðjuhurðina og reyndi að vera svalur svo brjóstgóða dökkhærða blómarósin með sílíkonið sem labbaði inn í strætó myndi taka eftir mér og bjóða mér fría ferð.
Skrifað af Jon Minn klukkan 20:42 |
Ég var að spá í þessu merkilega fyrirbæri Dejavú... merkilegt fyrirbæri
Skrifað af Jon Minn klukkan 20:35 |
Djöfull er Pirates of the Caribbean góð mynd, það verða allir að fara á hana sem vilja skilja það sem fram fer á þessari síðu á næstunni. En flestar þessar ensku setningar sem hér hafa komið undanfarið eru úr þeirr mynd, þar sem snillingurinn Johnny Depp fer á kostum..
Skrifað af Jon Minn klukkan 15:39 |
Annars líður mér skítsæmilega og verð góður á blogginu það sem eftir lifir sumars þegar ég þyl upp þjóðhátíðarsögur og nýrra dót eins og það þróast. En ég fór einmitt í ansi blauta útilegu í Úthlíð um helgina og varð meint af.
Skrifað af Jon Minn klukkan 15:37 |
But the Intercepter is the fastest ship in the royal fleet... I know a faster one ... the black pearl ... thats not real ... yeeh it is ... have you seen it ... yes Ive seen it ... no you havent it cause its not real...
Skrifað af Jon Minn klukkan 15:29 |
Thats Jack Sparrows big story, you drank rum for three days and then you where resqued by smuglers,,,
Skrifað af Jon Minn klukkan 15:26 |
Klettur er skemmtilegasta útihátíð sem fyrirfinnst útí Vestmannaeyjum á Þjóðhátíð og verður næstu árin.
Skrifað af Jon Minn klukkan 15:24 |
laugardagur, ágúst 09, 2003
Remax Björgvin skoraði á mig að setja inn ljóð svo hér kemur hrákinn.
Matast á miði á miðvikudegi
Slappur á fimmtudegi
Farið í gang aftur á föstudegi
Kom mér til eyja á laugardegi
Full vinna á sunnudegi
Heim aftur á mánudegi
Veikur á þriðjudegi
Skrifað af Jon Minn klukkan 11:24 |
Vá hvað tíminn lýður... Þessi Verslunarmannahelgi var með þeim betri ef ekki sú besta. Svo góð að núna er laugardagur eftir hana og ég er fyrst núna að fara á bloggið en ég nenni samt ekki að rekja hana í smáatriðum núna. Geri það kannski í vetur þegar mér líður betur.
Skrifað af Jon Minn klukkan 11:15 |
föstudagur, ágúst 01, 2003
Gunnar á Hlíðarenda var einu sinni að labba, þá rakst hann á húskarl einn sem var ansi þéttvaxinn.... framhaldið af brandaranum verður sagður í eigin persónu um helgina..
Skrifað af Jon Minn klukkan 18:43 |