fimmtudagur, maí 17, 2007

Grillsamkoma

Grillaði stórsteikur, bakaði súkkulaðiköku og þreif vetrarrykið af garðstólunum á svölunum.

Síðan fylltist húsið af fjölskyldum okkar Bryndísar.

Í dag var góður dagur.

Keypti bréf í Lindex í Svíþjóð af því Greiningardeildin sagði að bréf í félaginu myndu hækka um 39% næstu 12 mánuði, búið að hækka um 2% so far. En þessi 2% gróði hverfur því Krónan er búinn að hækka svo mikið, þannig að í rauninni tapaði ég.

Ef ég hefði keypt í Atorku hefði ég verið búinn að ávaxta um 7% á sama tíma. Allt svo gott á Íslandi.

Svo keypti ég Dollara af því allir töluðu um að krónan væri að fara að veikjast, en svo segir kjaftasagan að Krónan verði mjög sterk frammá haust því Björgólfur sé að kaupa Actavis. Fólkið sem er keypt úr Actavis kaupir að hluta til í öðrum íslenskum félögum, bara spurning hvaða Atorka er mjög sennilegur kostur.

mánudagur, maí 07, 2007

Af hverju er heita vatnið í krananum í kringum 80 gráður, ef nóg er að hafa það um 50 gráður?

Þetta verður að rata í reglugerð.

http://stillumhitann.is/

fimmtudagur, maí 03, 2007

Bjarni Ármannsson græðir á tá og fingri og fólki er nákvæmlega sama.

Ætli Bjarni verði næsti fjármálaráðherra? http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1264668 hann er í slagtogi með xs.

Svo er þessi skýringarmynd af tekjum ríkisins alls ekki nægilega sundurliðuð http://rikiskassinn.is/tekjur-rikisins/. Tekjuskattur skilar ekki nema 73 milljörðum 2005. Fjármagnstekjur rúmum 20 milljörðum.