föstudagur, október 28, 2005

Sunna á afmæli í dag. Til hamingju með daginn Sunna.

annað Afmæli. Á morgun verður haldið uppá afmæli Jóns Míns... þá verður gaman, eins og Guð sendi mér "Ég er búinn að ákveða að detta í thad í afmælinu thinu. Eins gott að thad sé veglegt".

Ég þakka kærlega fyrir sms sem mér voru send á afmælisdaginn, sem ég nota bene fékk rétt áðan. Þegar einhver sms stífla brast og síminn minn yfirfylltist. Takk fyrir mig.

Svo komst ég að því að póstur sem ég hefi verið að senda út vegna afmælisins hefur ekki komist til skila. Boðskortin hafa ekki borist fólki. Skoðið junk folder.

Backup plan... sms massa sendingar á morgun, ef guð lofar.

miðvikudagur, október 26, 2005

Allt fram streymir endalaust,
ár og dagar líða.

mánudagur, október 24, 2005

Gleðilegan frídag kvenna.

sunnudagur, október 23, 2005

Kvikmyndahátíð

Fór á djammið í gær. Lenti í slag við mér minni mann. Byrjaði þannig að hann vatt sér uppað mér og sagði að "ég tróð einu sinni yfir þig í körfubolta" Ég sagði að það gæti ekki verið því ég væri jú annálaður körfuboltasnillingur. "Víst maður, þegar þú varst í Njarðvík þá rústaði ég þér, ég var miklu stærri en þú." "Ok" sagði ég og kynnti mig fyrir vinkonu mannsins. Vinur minn hélt áfram að reyna að fá staðfestingu á sögunni "Þú mannst alveg eftir þessu, vilt bara ekki viðurkenna það". Ég reyndi að segja manninum að ég hafi verið í Grindavík en ekki Njarðvík, "gulur er meira minn litur" en það átti ekki vel við litla vininn og fór að monta sig við vini sína að einu sinni hefði hann troðið yfir mig. Nota bene... staðið var í röð at the time (eitthvað sem ég er alfarið á móti en það voru stelpur tengdar þessu svo ég lét mig hafa það). Vinur mannsins spurði mig hvað ég væri stór (jess.. uppáhaldsspurningin mín). En þegar ég sneri mér við til að tala við mitt fólk - kýldi gaurinn í bakið á mér, mjóhrygginn.

Ég sneri mér við og öskraði á dverginn og ýtti honum sem bjó til massa hreyfingu á röðina þar sem óvænt litli maðurinn datt og á æstan mann sem varð brjálaður við litla og þeir fóru að kíta og hálstaka hvorn annann. Þá kom dyravörður og allt fór endanlega í hund og kött. Ákkurat þá komst fólkið mitt inn og ég var togaður inn í dans og dun.

Hóf gærdaginn á því að skoða nokkrar íbúðir... í einni íbúðinni var klósettið svona uppsett.. Meðfylgjandi er teikning á raunverulegum atburðum sem ég varð vitni að.



Ég verð að segja að þetta lítur ekkert sérstaklega eðlilega út, af hverjú fylgir ekki með íbúðarlýsingunni "Gengið er beint í sturtu á baðherbergi, vaskur og klósett eru í hinum endanum. Þessi ráðstöfun er einkar þægileg fyrir þá sem ganga naktir um heimili sitt."

föstudagur, október 21, 2005

Less is more

More is better

Better is worse

Worse is declining

Declining is less

Vá ég ætti að fá fuglaorðu fyrir þetta. Annars er ég orðinn of seinn með helvítis boðskortin mín í afmælið. Var að fá staðfestingu á því að bréf komast ekki í póst til útlanda í tíma fyrir fólk að geta flogið til landsins til að ná í skottið á afmælinu mínu.

Ætla eins og frægt er orðið að halda uppá afmælið mitt laugardaginn 29. okt. Búinn að vera uppfyrir haus að pæla í þessu síðan í júlí en hef samt ekkert gert.. nema jú ÉG BÓKAÐI ÞAÐ and they will come! Núna þarf ég bara að láta fólk vita via staðfestingar á stað og tíma ... en ég er búinn að vera duglegur að hringja í fólk og spjalla um eitthvað allt annað...

Hey þarf maður alltaf að hafa ástæðu fyrir því að gera eitthvað? Ég hef aldrei ástæðu fyrir neinu sem ég geri... enda er ég klikkaður... eins og þessi blogg eru góður vitnisburður um... að hugsa með sér ég segi það nú bara... ARG af hverju voru þessir fíklar að láta banna öll bestu fíkniefnina,, ópíum, kókaín, alkahól og nú síðast Kódein??? búnir að eyðileggja allt... og ég sem ætlaði bara að nota þetta í góðu hófi við hausverk og sonna!!!!!!!!!!!!11

fimmtudagur, október 20, 2005

Að slá um sig - þörfin fyrir viðurkenningu og að láta ljós sitt skína.

Curriculum Vitae - öðru nafni SíVí aka C.V. einnig þekkt sem ferilskrá eða Resume.

Eitthvað meira á latínu - aka MR snobb

Stafsetningaréttrúnaður - afar ósmekklegt til lengdar nema maður starfi beint við prófarkalestur

Búa til lista til að búa til point - til að láta taka eftir sér og þeirri staðreynd að maður er hugsandi vera.

Eitt merkilegt tengt þessu. Ef upp kemur snaggaraleg umræða um eitthvað sem gæti hugsanlega breytt venjum til lengri tíma. Skal ávallt vera á móti, sama hversu stórt málið er. Til lengri tíma eru öll mál sem sýnast við fyrstu sýn ný og ákallandi í raun gömul og löngu afgreidd. - Lexían er að halda kúlinu, stirðnuninni, rólegheitum og umfram allt - STÖÐULEIKANUM.

Stöðuleikinn er lykillinn að öllu sem vert er að halda í. Ef maður er ekki stöðugur er maður ístöðulaus og ótraustvekjandi (ekki góður til undaneldis) stöðugleikinn tekur hins vegar tíma... & time is running out.

þriðjudagur, október 18, 2005

Flott lag er ég að hlusta á núna... það er svona rokkgítar angistarsöngur og píanó og kór... vá þessi kór... aaaaaaaaaahahhhhhhhhhhhhhhhhhhaaaaaaaaaa aoooooooooooooohhhhhhhhhhhhhhhhhhoo ooooo oooohhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhhdsa já já já gaman... children - wake up - hold your mistake up - before this - turn this summer into dust.

Túmoooorrróóh aahhhhhhhhhhhhhhhhhhhaaaaaaaaaaaaaaaa oooooooooooooooooooooooooooooo

eða eitthvað þúveist - owdmdd

Um leið og ég póstaði þá svaraði þjónustuverið, 17 mínútur. Þar var allt í ferli og himna lagi og frímiðinn minn kemur í pósti von bráðar. Ætla samt ekki að taka út póstinn hér að neðan því þetta eru Sagnfræðilegar heimildir.

Varðandi IP töluna þá er það einhver misskilningur, of ákafur sölumaður. Ég hætti ef þeir hætta við IP töluna.

Jæja þá barasta... eins gott að skella sér bara í sund

Long time no nothing!!! Vil biðja alla afsökunar á bloggleysi.

Veit ekki af hverju en ég Keypti mér nýja internetáskrift, BTnet, sé svo sannarlega eftir því í dag. Fékk heimsendan nýjan router (ljótari en hinn) í gær. Frímiðinn minn í Smáralind í 6 mánuði lét á sér standa. Auk þess vantar mig föstu IP-töluna mína. Hahah eiginlega var allt hitt sem fékk mig til að skipta ekki til staðar heldur.

En ég er sáttur, loksins fæ ég tækifæri til að laga heiminn, nema að þetta helvítis þjónustuver BTnets 5881234 er ekkert til. Fyrirspurnakerfið á netinu virkar ekki og enginn svarar í póst. Þannig ég get ekki lagað heiminn.

BTnet - þið eruð crap.

þriðjudagur, október 11, 2005

Blogg fyrir Steinunni

mánudagur, október 03, 2005

„Íslendingar eru meðalmenn á hæð og vel vandir, en ekki ýkja knáir. Frítt konuandlit er fáséð á Íslandi.“ Troil lýsir Íslendingum sem sómamönnum. Samkvæmt honum eru glæpir sjaldgæfari meðal Íslendinga en annarra þjóða, stuldir eru fátíðir og þeir geta ekki talist lausalætismenn. Þó að þeir séu fátækir þá eru þeir með eindæmum gestrisnir og fögnuðurinn ljómar úr augum þeirra þegar gestur gerir sig heimakominn. Þeir eru greiðviknir og tryggir vinum sínum, en ekki miklir gleðimenn og jafnvel grunnhyggnir. Þá segir hann að Íslendingar hafi ekki dropanum ef svo beri undir.
Þegar Íslendingar heilsast, kyssast þeir á munninn óháð því hvort það séu menn eða konur, mæður eða dætur. Þeir eru trúaðir og kirkjuræknir en ekki lausir við hjátrú. Troil dáist að ættjarðarást Íslendinga, sem hann segir að orð fái ekki lýst, og hvergi líði þeim jafnvel og á heimaslóðum.

sunnudagur, október 02, 2005

Andy King hættur!!!

Stjóri Swindon hefur verið gert að yfirgefa félagið, sem nú situr í neðsta sæti Coca Cola League One deildinni í Englandi.

Iffy Onuora, stjórnandi ungmennastarfs Swindon hefur tekið við starfinu. Vonandi tekst honum að koma Swindon á réttan stall. Bjartir tímar framundan hjá Swindon.