þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Ábending til yfirvaldsins. Eins og sést á 9. gr. Laga um tópaksvarnir, númer 6 frá 2002 má leyfa reykingar á veitinga- og skemmtistöðum á afmörkuðum svæðum. Reykingasvæðið má hins vegar aldrei vera stærra en hið reyklausa. Einnig er skýrt kveðið á um að aðgangur að reyklausa svæðinu skuli ekki liggja um afmarkaða reykingasvæðið. Aukinheldur skal séð fyrir loftræstingu svo mengaða andrúmsloftið berist ekki til hins ómengaða. Hvar er farið eftir þessu? Hvergi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli