miðvikudagur, júní 25, 2003
Ég var að fá í hendurnar Tom Jones disk sem hefur verið týndur í allan vetur. Snilldar diskur það er eitt lag á honum sem ég hef tekið ástfóstri við og mun snara textanum uppá íslensku og syngja við næsta hátíðlega tækifæri. Annars er ég mikill Tom Jones aðdáandi nema mér líkar ekki vel við nýjasta diskinn hans sem kom út fyrir nokkru. Ég vill bara gamla dótið hans. Gamla dótið er málið.
þriðjudagur, júní 24, 2003
Ég styð frið í heiminum. Ég geri það með því að stuðla ekki að ófriði. Espa ekki til illinda. Baktala ekki fólk. Stinga ekki undan mönnum. Beita ekki ofbeldi. Koma mér ekki í þá aðstöðu að ég þurfi að rukka fólk, hvorki peninga né virðingu. Ég er semsagt fullkominn bjargvættur heimsins. Ég treysi í á atkvæðið þitt í þeim kosningum sem ég kýs að bjóða mig fram í.
mánudagur, júní 23, 2003
Ég ætla að
1. Kaupa mér munnhörpu
2. Læra að syngja
3. Verða ógeðslega ríkur
4. Fara í nudd
5. Sofa meira en ég geri í dag
6. Læra á munnhörpuna
7. Læra á gítar
8. Losna við Vogrisið
9. Taka til í bílnum mínum
10. Drepa bílinn minn
11. Kaupa mér nýjan bíl
12. Verða útvarpsmaður
14. Kaupa mér haglabyssu
15. Kaupa mér bát
16. Selja fjallahjólið mitt
17. Selja 486 tölvuna mína
18. Selja mig í módelstörf
19. Skrifa bók eða kvikmyndahandrit
20. Rissa upp tökur í rosalegu stuttmyndinni minni svo ég geti farið að kvikmynda hana.
21. Finna leikara í rosalegu stuttmyndina mína(og Eyvinds en þetta var samt mín hugmynd)
22. Skoppa útí lífið
1. Kaupa mér munnhörpu
2. Læra að syngja
3. Verða ógeðslega ríkur
4. Fara í nudd
5. Sofa meira en ég geri í dag
6. Læra á munnhörpuna
7. Læra á gítar
8. Losna við Vogrisið
9. Taka til í bílnum mínum
10. Drepa bílinn minn
11. Kaupa mér nýjan bíl
12. Verða útvarpsmaður
14. Kaupa mér haglabyssu
15. Kaupa mér bát
16. Selja fjallahjólið mitt
17. Selja 486 tölvuna mína
18. Selja mig í módelstörf
19. Skrifa bók eða kvikmyndahandrit
20. Rissa upp tökur í rosalegu stuttmyndinni minni svo ég geti farið að kvikmynda hana.
21. Finna leikara í rosalegu stuttmyndina mína(og Eyvinds en þetta var samt mín hugmynd)
22. Skoppa útí lífið
sunnudagur, júní 22, 2003
Rosalegt að fá sona í augað maður getur ekki hugsað um neitt annað ég er ekkert búinn að fá mér að éta og geri samt ekkert í því útaf því ég er að hugsa um augað og hvað læknirinn mun segja við mig. ég var áðan að æfa mig tala við lækninn. Hann segir fékkstu eitthvað í augað í gær? og ég segi nei ekkert og hann segir ok. En ég þarf að passa það að kellingin í móttökuborðinu láti mig ekki til einhvers læknis sem veit ekkert um augu heldur er allur í háls nef og eyrum. Ég þarf að vera harður við hana. Hún segir er ekki sama þó þetta sé læknanemi. Ég segi nei nei ef svo væri þyrfti ég varla að koma hingað skiluru. Hún segir já ok eeehh það er 50 mínútna bið og ég segi svo lengi sem ég fái góðann lækni er mér sama þó ég bíði. Ef eitthvað gerist á þessum 50 þá kæri ég þig bara fyrir vítavert gáleysi, og þegar kærann er kominn til lögfræðinga og við hittumst til að ræða samkomulag segir hún sorry ég vissi bara ekki hvað þetta var hættulegt geturu fyrirgefið mér. Ég segi uuööuu þú eist ég veit alveg að þú ert ekki læknir en þú vinnur á læknavaktinni og ég.... hún grípur frammí fyrir mér og segir nei ég var rekinn vegna þess ég lét þig bíða svona lengi. Ég átta mig á að kannski er ég að kæra vitlausa manneskju og kæri heilbrigðisráðurneytið fyrir að hafa svona lélegan starfsmann í vinnu. Ef éf hefði ekki hugsað þetta svona langt hefði ég eytt miklum tíma og peningum í vitlausa kæru. En ég vona bara að ég nái í góðann lækni. Kannski pabba hans Bjögga Farsíma, þá væri ég sáttur.
Bára á Afmæli í dag hún á afmæli í dag Bára á afmæli í dag til hamingju með daginn Bára hún á afmæli í dag hún á afmæli í dag hún á afmæli hún Bára hún á afmæli í dag hún er tuttugu og eins í tuttugu og eins í dag hún er tuttugu og eins í dag til hamingju með daginn Bára Húrra húrra húrra húrra húrra húrra húrra.
Ég og Tinna Alaves bara næstum kannski einhverntímann vonandi byrjuð saman! Vá
Ég og Tinna Alaves bara næstum kannski einhverntímann vonandi byrjuð saman! Vá
fimmtudagur, júní 19, 2003
miðvikudagur, júní 18, 2003
laugardagur, júní 14, 2003
föstudagur, júní 13, 2003
fimmtudagur, júní 12, 2003
miðvikudagur, júní 11, 2003
Var að kaupa Hail to the thief, en verð að klára vinnuna í kvöld áður en ég fer að hlusta á hann. Rosa móment að kaupa diskinn, maður fær merktan brúnan bréfpoka. Diskahulstrið er ekki venjulegt heldur eins konar bók aaaa
Ég hlakka svo til
ég hlakka alltaf svo til
því er tíminn svo lengi að líða
það er svo erfitt að bíða
Ég hlakka svo til
ég hlakka alltaf svo til
því er tíminn svo lengi að líða
það er svo erfitt að bíða
þriðjudagur, júní 10, 2003
mánudagur, júní 09, 2003
Ég er kominn með nýjann hlut til að skammast útí. Ruslafötur með loki svo maður þarf að snerta lokið með höndinni til að koma ruslinu ofaní. Maður verður svo skítugur á því. Maður sér þetta á skyndibitastöðum en þar eru líka stafir í lokinu svo öruggt sé að maður rispi á sér höndina um leið og maður hendir. Það er svona ruslatunna í vinnunni og það er alger viðbjóður. Ég bara skil ekki hálvita sem hanna svona ruslatunnur. Ruslatunnur eiga að vera opnar svo maður geti bara hent ruslinu sínu ofaní án þess að strjúka höndunum við skítugu ógeðslegu helvítis ruslarákirnar og bleytuna sem fylgir þessum lokum. BURTU MEÐ RUSLATUNNUR MEÐ LOKUM!!!
Ég græt yfir yfirgangi Bandaríkjastjórnar á mönnum sem er haldið föstum í Guantanamo án tilefnis. Fyrst þeir komast upp með þessa svívirðu, hvað ætli þeir geri næst? Er eitthvað svo fáránlegt að þeir þori það ekki. Er öllum sama um þessa menn sem hermenn og stjórnvöld Bandaríkjanna halda föngum í einhverri súrri fýlu yfir að vera ekki taldir góðir af öllu mannkyni. Á fólk ekki að krefjast þess af valdamesta og villimannslegasta samfélagi heims, að það veiti borgurum heimsins frelsi. Frelsi til þess að stjórna sínu landssvæði sjálft. Frelsi til að móta sín lífsviðhorf. Hafa tækifæri til að finna sér annan tilgang í lífinu en að krefjast frelsis.
sunnudagur, júní 08, 2003
Oddný er farin frá Hondúras, nú liggur leið hennar um hættulegustu svæði jarðarinnar, í gegnum frumskóga Guatemala. Endilega fylgist með ferðum hennar á bloggsíðunni hennar
laugardagur, júní 07, 2003
mánudagur, júní 02, 2003
Dagurinn í dag er einn af þessum dögum. Bíllinn var skemmtilegur í dag en alvöru gamanið byrjaði þegar ég var að prenta mikilvægt blað út í vinnunni og ég lagði löngutöng á blaðið þegar það rann útúr prentaranum, það vildi ekki betur til en svo að puttinn hitnaði svo mikið að ég brenndi mig á löngutöng. Ég held bara að ég sé eini maðurinn í heiminum sem hefur brennt sig á heitu blaði sem rennur útúr prentara.
Þegar ég fór að ná í bílinn kostaði þetta eitthvað um 7000 kall allt draslið. Bára bestaskinn var með mér og skammaði mig fyrir að henda peningunum mínum í sérfræðiaðstoð sem maður ætti að geta séð um sjálfur. Hún sagði að hún gæti gert þetta fyrir 700 kall. Ég var eins og kúkur yfir þessari miklu visku sem Bára nýkominn frá Ítalíu hafði fram að færa. Það er greinilegt að hún er séðari í peningamálum en ég, enda á ég ekki krónu því ég eyði svo miklu í svona bölvaða vitleysu. Ég ætla sjálfur að gera við rúðuþurkuna mína eða það er að segja bíða þangað til Andri kemur í land með það, hann reddar svona hlutum fyrir mig enda vélstjóri á fiskiskipi.
Sem ég var á leiðinni á mikilvægan fund í vinnunni, tók ég eftir því að bremsuborðarnir voru búnir og surgaði illa í bremsudisknum á Mözdunni ég þorði ekki að halda áfram og sneri bílnum á næsta verkstæði, þeir sögðu mér að fara og kaupa bremsuborða ég fór auðvitað eftir fyrirmælum mér vitrari manna og keypti borða í Stillingu á morðfjár. Lét þvínæst bílinn í hendur fagmannanna og labbaði á brott ég ætlaði í strætó þá tók ég eftir því að ég átti ekki 220 kall í strætó svo ég fór í bankann og í hraðbankann tók út 500 kall á kreditkortið því ég vissi ekki númerið á debetkortinu því ég var svo stressaður yfir að missa af fundinum. Sog labbaði ég inná sjoppu til að fá að skopta Jóni Sigurðssyni í smærri einingar fyrir strætó en sæta stelpan í sjoppunni átti ekki nógu mikið af hrognkelsinu svo hún lét mig fá krabba og síld ég sáttur labbaði að næsta strætóskýli og settist þar á gangbrautina eins og hóra sem tekur Ragnheiði Jónsdóttur þá sá ég mikið af liði keyra framhjá sem ég þekki. Ég sá systur hennar Jórunnar, ég sá einhvern árbæing sem ég man ekki hvað heitir, ég sá annan sem æfði með mér fótbolta hjá Fylki fyrir löngu og ég sá þig lesandi góður í gervi hins vinnandi manns á leið til vinnu.